Heiðursverðlaun

Fyrstu hljóðbækurnar urðu til með segulbandstækninni á sjötta áratugnum en með frekari þróun tækninnar hafa kröfur breyst og í dag kjósa margir bókaunnendur að njóta bóka á stafrænu formi. Frá upphafi Íslensku hljóðbókaverðlaunanna hefur Storytel veitt sérstök heiðursverðlaun árlega fyrir einstakt framlag í þágu hljóðbóka.

2025

2024

Eliza Reid - heiðursverðlaun 2

Eliza Jean Reid

Forsetafrú og rithöfundur

Eliza Reid þáverandi forsetafrú hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar. Elíza hefur talað fyrir mikilvægi íslenskra bókmennta og að þjóðin hafi aðgengi að þýddu erlendu efni sem víkki sjóndeildarhringinn. Hún hefur verið ötul að kynna íslenskar bókmenntir og koma íslenskum rithöfundum á framfæri erlendis á fjölbreyttum vettvangi og sem annar af stofnendum Iceland Writers Retreat  Þá komst Eliza eins og ferskur vindur í hóp rithöfunda með sinni fyrstu bók Sprakkar. Þegar Sprakkar kom út sem hljóðbók árið 2022 fékk hún mikið lof frá hlustendum og hlaut tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023.

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur veitti Elizu heiðursverðlaunin. 

2023

ar-20230329-746-1024×681

Helga Elínborg Jónsdóttir

Leikkona

Helga El­ín­borg Jóns­dótt­ir leikkona hlaut heiðursverðun fyr­ir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar tal­setn­ing­ar og hljóðbóka. Hún er ein ást­sæl­asta leik­kona þjóðar­inn­ar og hef­ur und­an­far­in ár lesið fjölda ís­lenskra hljóðbóka hlustendum til mikillar gleði. Í lok þessa tímabils las hún bók­ina Sál­ar­hlekk­ir sem er ein vin­sæl­asta bók árs­ins hjá Stor­ytel.

2022

ASR_8156 (1)

Jóhann Sigurðarson

Leikari

Jóhann Sigurðsson okkar ástsæli og þjóðþekkti leikari hlaut heiðursverðlaun fyrir ómetalegt framlag sitt til hljóðsetninga fjölda hljóðbóka. Hann hefur ljáð mörgum af vinsælustu sögupersónum silkimjúka rödd sína, þar á meðal í Harry Potter bókunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda ár eftir ár.

2021

GunnarHelgaVerðlaun

Gunnar Helgason

Rithöfundur

Heiðursverðlaun hlaut Gunnar Helgason fyrir framlag sitt í að miðla sögum til barna. Hann er einn ástsælasti barnabókahöfundur landsins, hefur samið fjölda barnabóka en einnig skapað sjónvarpsefni og sett á fót leiksýningar fyrir börn. Hann er ötull í að miðla sögum til barna með upplestri í skólum, á þátt í stofnun verðlaunahátíðar fyrir sögur skrifaðar af börnum og kom af stað lestrarátakai fyrir börn þar sem við slóum heimsmet í lestri.

2020

GisliHljodbok

Gísli Helgason

Frumkvöðull

Fyrstu heiðursverðlaun Storytel Awards hlaut Gísli Helgason fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbóka. Hann var frumkvöðull í útgáfu hljóðbóka á Íslandi og hélt úti sölusíðunni hljóðbók.is um áraskeið ásamt eiginkonu sinni Herdísi.