Íslensku hljóðbókaverðlaunin
Storytel Awards

Þann 20. apríl, 2022 verða Íslensku hljóðbókaverðlaunin afhent við hátíðlega  athöfn í Hörpu í þriðja sinn. Þar verða íslenskir höfundar eða, eftir atvikum,  þýðendur ásamt leikurunum sem lásu inn bækurnar verðlaunaðir í fimm flokkum fyrir verk sem komu út á árinu 2021. Auk þess verða afhent sérstök fagverðlaun, verður fyrir vinsælasta hlaðvarpið og heiðursverðlaun.

Storytel Awards eru árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins. Bæði höfundar og lesarar hljóðbóka eru verðlaunaðir í fimm bókaflokkum auk fagverðlauna og sérstakra heiðursverðlauna.