Um verðlaunin

Hvað er Storytel Awards?

Storytel Awards eru árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengis árs. Höfundar, og eftir atvikum þýðendur ásamt lesurum hljóðbóka eru verðlaunaðir í fjórum bókaflokkum. Verðlaunin fara fram í Hörpu þann 22. apríl 2020 að þessu sinni. Ástæðan fyrir því að verðlaunin bera þetta nafn er sú að verðlaunin eru byggð á vinsælustu bókum ársins hjá Storytel og er haldin í fleiri löndum þar sem Storytel starfar. Hugmyndin með nafninu eru því sú að hafa samræmi milli markaða.

Hvernig fer valið fram og hver eru verðlaunin?

Þegar hljóðbók er tilnefnd til verðlauna í Storytel awards liggur vönduð vinna að baki. Við tökum út úr kerfinu okkar lista sem vigtar saman mest hlustuðu bækurnar og þær sem hafa hæsta stjörnugjöf í appinu. Hlustendum er svo gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhalds titil í hverjum flokki og fimm efstu bækurnar úr þeirri kosningu fara fyrir dómnefnd sem velur sigurvegarann eftir að hafa hlustað vandlega á allar fimm bækurnar.

Sigurvegarar fá glæsilegan sérhannaðan verðlaunagrip – Glerugluna eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Ludvig er þekktur glerlistamaður í Svíþjóð og eru verk hans meðal annars seld undir merkjum Kosta Boda. Uglan er handgerð í lítilli glersmiðju í Smálöndunum í Svíþjóð.


Hefur þú einhverjar spurningar varðandi Storytel Awards?
Sendu okkur póst á: svar@storytel.com