Um Storytel Awards

Íslensku hljóðbókaverðlaunin

Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards eru árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins. Bæði höfundar og lesarar hljóðbóka eru verðlaunaðir í fimm bókaflokkum auk sérstakra heiðursverðlauna.

Helga E. Jónsdóttir

Svona virka Storytel Awards

Eftirlæti hlustenda

Storytel flokkar 15-25 hljóðbækur í hverjum flokki sem hafa náð mestri hlustun og hafa fengið bestu einkunnir á tímabilinu 1. janúar - 31. desember. Aðeins nýjar hljóðbækur sem gefnar hafa verið út á árinu eru teknar með.

Hlustendur kjósa

Almenningi er gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhalds titil í hverjum flokki fyrir sig í opinni kosningu. Einungis er hægt að kjósa einu sinni í hverjum flokki. Kosningin er opin öllum.

Dómnefnd velur vinningshafa

Fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni hljóta tilnefningu og fara fyrir fagdómnefnd sem velur vinningshafa úr hverjum bókaflokki ​​eftir að hafa hlustað vandlega á tilnefndu bækurnar. Dómnefndin hefur það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun hlustandans.

Tilkynnt um vinningshafa á Storytel Awards

Vinningshafar hljóta verðlaunagrip og eru heiðraðir við hátíðlega athöfn á Íslensku hljóðbókaverðlaunum - Storytel Awards.

Eva Rún og Salka Sól
ASR_8233
om-storytel-04
om-storytel-05
om-storytel-05
om-storytel-03
om-storytel-04
news-03
om-storytel-04
om-storytel-04
news-03
om-storytel-04
om-storytel-05