Um Storytel Awards

Íslensku hljóðbókaverðlaunin

Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards eru árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins. Bæði höfundar og lesarar hljóðbóka eru verðlaunaðir í fimm bókaflokkum auk sérstakra heiðursverðlauna.

Helga E. Jónsdóttir

Svona virka Storytel Awards

Eftirlæti hlustenda

Hver verðlaunaflokkur inniheldur 15-25 hljóðbækur sem hafa náð mestri hlustun og fengið bestu einkunnir hlustenda á tímabilinu 1. janúar - 31. desember ár hvert.

Aðeins nýjar hljóðbækur sem gefnar hafa verið út á árinu eru teknar með.

Hlustendur kjósa

Almenningi er gefinn kostur á að kjósa sína uppáhalds hljóðbók í hverjum flokki fyrir sig í opinni kosningu.

Einungis er hægt að kjósa einu sinni í hverjum flokki. Kosningin er opin öllum.

Dómnefnd velur vinningshafa

Fimm efstu hljóðbækur hvers flokks úr kosningu hljóta tilnefningu til verðlauna. Þær fara fyrir fagdómnefnd sem velur vinningshafa úr hverjum flokki.

Dómnefndir hafa að leiðarljósi að líta heildstætt á hverja hljóðbók þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun hlustandans.

Tilkynnt um vinningshafa

Tilkynnt er um vinningshafa á verðlaunahátíð Íslensku hljóðbókaverlaunanna - Storytel Awards sem fram fer að vori ár hvert.

Þar eru rithöfunda og lesarar heiðraðir við hátíðlega athöfn þar sem vinningshafar hljóta verðlaunagrip til eigna.

Eva Rún og Salka Sól
ASR_8233
om-storytel-04
om-storytel-05
om-storytel-05
om-storytel-03
om-storytel-04
news-03
om-storytel-04
om-storytel-04
news-03
om-storytel-04
om-storytel-05